Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir vann leik sem þjálfari belgíska landsliðsins á EM í Sviss. Ólafur Kristjánsson hefur gert góða hluti með Þrótt í Bestu deild kvenna undanfarin ár. Getty/Alexander Hassenstein/Vísir/Anton Brink Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira