Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir vann leik sem þjálfari belgíska landsliðsins á EM í Sviss. Ólafur Kristjánsson hefur gert góða hluti með Þrótt í Bestu deild kvenna undanfarin ár. Getty/Alexander Hassenstein/Vísir/Anton Brink Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira