„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 07:32 Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrir miklu áhrifum þegar hún hlustaði á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Sviss. Getty/Isosport/ Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn