„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 07:32 Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrir miklu áhrifum þegar hún hlustaði á íslenska þjóðsönginn fyrir leikinn á móti Sviss. Getty/Isosport/ Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
Aron Guðmundsson ræddi við Elísabetu og spurði hana meðal annars út í draum hennar um að þjálfa íslenska landsliðið. „Þú hefur í gegnum tíðina verið orðuð við íslenska kvennalandsliðið. Myndi það heilla þig til lengri tíma litið, að á einhverjum tímapunkti snúa aftur heim og taka við íslenska landsliðinu,” spurði Aron. Klippa: Elísabet um að þjálfa íslenska landsliðið einhvern daginn „Ég ætla ekki að neita því að þegar ég horfði á leikinn á móti Sviss, þá var þjóðsöngurinn spilaður og ég stóð á vellinum með bullandi gæsahúð. Ég fann það og hugsaði um það á þessari stundu að á einhverjum tímapunkti, áður en ég yfirgef þennan heim þá vil ég stjórna Íslandi, hundrað prósent,” sagði Elísabet. „Það þarf bara að vera réttur tími og rétt stund til að það gerist einhvern tímann,” sagði Elísabet. Aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni En hvað með íslenska landsliðið á þessu móti? „Ég sá ekki fyrsta leikinn, veit ekki hvernig hann leit út en ég sá seinni leikinn. Sá til að mynda mörg móment í þeim leik sem að hafa áhrif. Þú ert að spila fyrir framan um þrjátíu þúsund áhorfendur frá heimaþjóðinni og mér fannst það gefa þeim ótrúlega mikinn og aukinn kraft í seinni hálfleik á meðan að leikurinn var mjög 50/50,” sagði Elísabet. „Það eru alls konar móment í leiknum sem hefðu geta dottið Íslandi í vil. Til að mynda aukaspyrna Karólínu Leu sem endar í slánni. Hefði það verið mark þá værum við kannski að tala um eitthvað allt annað. Ísland hefur alltaf verið þjóð sem þarf svolítið mómentum með sért,” sagði Elísabet. Það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót Elísabet var ánægð með varnarleik íslenska liðsins og sá að leikmenn voru að vinna vel fyrir liðið. „Um leið og markið kemur og þú færð forystu, þá eykst orkan og hlutirnir fara að snúast við. Mér finnst liðið í leiknum á móti Sviss verjast vel, var mjög þétt og leikmenn voru að vinna fyrir hverja aðra. Mér finnst ekkert vanta í hugarfar eða neitt svoleiðis. Þetta eru bara svona móment sem geta dottið hér og þar,” sagði Elísabet en vill að íslensku stelpurnar horfi fram á veginn. „Það er alveg augljóst að vonbrigðin eru mikil og ég skil það mjög vel. En það kemur nýtt stórmót eftir þetta stórmót,” sagði Elísabet. „Stundum eru sentímetrar þarna á milli en svo eru líka bara parametrar sem leikmennirnir og þjálfara þurfa að skoða hjá sjálfum sér sem gætu líka verið betri. Bara alveg eins og við erum að gera. Ég myndi aldrei labba frá svona mómenti, hvorki sem leikmaður né þjálfari, án þess að líta í eigin barm. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er bara svo margt sem hefur áhrif,” sagði Elísabet. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Þar fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira. Viðtalið má einnig nálgast í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira