Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 09:03 Þorsteinn Halldórsson og Þóra Björg Helgadóttir. Hann vill halda áfram og hún vill ekki að hann haldi áfram. Getty/Manuel Winterberger/Vísir/Vilhelm Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira