„Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:49 Besti fyrri hálfleikur Vals í sumar að mati þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum. Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
„Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira