„Vissulega eru það vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júlí 2025 12:46 Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Vísir/anton Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira