Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 11:02 Ulf Kristersson á hlaupum með fjölskyldu sinni og öryggisvörðum. Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því. Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því.
Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira