Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 13:33 Lögreglumenn bera lík Romans Starovoit, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, á börum eftir að hann fannst skotinn til bana í gær. AP/Evgeniy Razumniya/Kommersant Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21