Búið að boða til nýs fundar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 12:09 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira