Búið að boða til nýs fundar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 12:09 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira