Þingmenn upplitsdjarfir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Gengið hefur á ýmsu í vikunni en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru nokkuð brött í morgun. Vísir/samsett Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira