Þingmenn upplitsdjarfir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Gengið hefur á ýmsu í vikunni en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, voru nokkuð brött í morgun. Vísir/samsett Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Dagskrá þingfundar í dag er sögð bera þess merki að þingflokkar séu að færast nær samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þar eru engin veiðigjöld á dagskrá sem maraþonumræður hafa staðið yfir um. Fjáraukalög og fjármálaáætlun voru til að mynda tekin fyrir í morgun. „Við funduðum í gær og inn í nóttina og ég held að það sé alveg óhætt að segja að okkur hefur miðað talsvert mikið áfram. Við erum á mun betri stað og mun nær þinglokum núna en við vorum á sama tíma í gær,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir. „Það er svona verið að leggja ýmislegt á borðið sem er til skoðunar. Það er enn talsvert á milli en við hittumst síðar í dag og ég held að allir séu bara bjartsýnir,“ segir Hildur. „Ég er bjartsýn á að þetta muni klárast en í klukkustundum talið skal ég nú ekki segja.“ Þannig þú ert ekkert endilega að binda vonir við daginn í dag? „Nei, ég er ekki að því,“ segir Hildur. Mörg mál standa enn út af og þar af eru nokkur umdeild; líkt og bókun 35, kílómetragjald á ökutæki og búvörulög. Þau segja bæði að fjöldi mála sé undir í viðræðunum en stærsti hnúturinn hefur verið í umræðu um veiðigjöld. Sigmar segir eðlilegt að ljúka henni með atkvæðagreiðslu fyrir þingfrestun. „Og við þurfum auðvitað bara að gera það að mínu mati en þetta hangir auðvitað allt svolítið saman.“ „En það er alveg rétt, veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið í þessum þinglokum og það er staðan sem við fórum af stað með í gær að vinna úr og ég er bjartsýnn á að það skýrist betur í dag eða að minnsta kosti um helgina,“ segir Sigmar.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira