Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 08:41 Viðbragðsaðilar voru þegar komnir á vettvang þegar sprengingin varð. Eins og má sjá á myndinni virðist þessi sjúkrabíll hafa orðið fyrir sprengingunni. Vísir/AP Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma. Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi. Ítalía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi.
Ítalía Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira