Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2025 06:50 Musk gaf 300 milljónir dollara í kosningasjóði Repúblikana í fyrra. Nú kann svo að fara að auðjöfurinn muni beita fjármunum sínum gegn flokknum í næstu kosningum. Getty Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira