Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2025 23:00 Örlygur Hnefill, markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi, segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun að reyna að lokka til hafna sveitarfélagsins þau skipafélög sem eru innan vébanda AECO. Vísir/Stefán Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“ Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“
Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20