Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 11:20 Til stóð að rukka 2.500 krónur fyrir hvern farþega í skemmtiferðaskipum sem þessum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf