Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 23:15 Kristófer Ingi Kristinsson fagnar þriðja marki sínu í kvöld en hann fagnaði mörkum sínum hóflega enda að spila á móti uppeldisfélaginu sínu. Sýn Sport Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira