City vann riðilinn og sleppur líklega við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:57 Jeremy Doku fagnar hér laglegu marki sínu fyrir Manchester City í Flórída í kvöld. Getty/Dan Mullan Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz. HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira
City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland | Ungu strákarnir okkar vilja tengja saman sigra Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Sjá meira