Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 10:33 Birkir Bjarnason lék með Brescia á Ítalíu í vetur en mikil óvissa ríkir hjá félaginu eftir að það var dæmt niður um deild vegna skulda. Getty „Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu. Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira
Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira
Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32