Líður bara vel með að missa metið: „Svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 09:00 Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti í fótbolta karla, gegn Portúgal á EM 2016, og fagnaði því vel. EPA/SERGEY DOLZHENKO „Mér finnst þetta bara gaman og samgleðst þeim sem ná að upplifa það sem ég náði að upplifa,“ segir Rúnar Kristinsson eftir að hafa misst landsleikjamet sitt í hendur Birkis Bjarnasonar í gær. Birkir lék sinn 105. A-landsleik þegar hann spilaði gegn Norður-Makedóníu í gær og tók þar með fram úr Rúnari sem lék sinn 104. landsleik árið 2004. Birkir Már Sævarsson er svo skammt á eftir þeim með 103 leiki. Þeir þrír eru þeir einu sem náð hafa hundrað A-landsleikjum fyrir karlalandsliðið í fótbolta. „Mér líður bara vel með það að missa metið og hef ekki haft nokkrar áhyggjur af því. Ég hef bara gaman af því og gleðst fyrir hönd þeirra sem ná þessum áfanga og hafa fengið tækifæri til að spila í svona mörg ár fyrir sína þjóð. Þetta er heiður fyrir alla og það sýnir úr hverju þessir strákar eru gerðir að vera að ná þessu. Ég óska þeim innilega til hamingju,“ segir Rúnar. Ekkert að baða sig í sviðsljósinu en vinnur sína vinnu Rúnar lék sína 104 leiki á 17 ára tímabili en Birkir Bjarnason, sem farið hefur með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, hefur á rúmum ellefu árum náð metinu. Fleiri leikir hafa verið í boði á hverju ári fyrir Birki en voru í boði fyrir Rúnar á sínum tíma: „Það breytir því ekki að menn þurfa að hugsa vel um sig, vera alltaf í góðu standi og svo alltaf einn af þeim bestu til að vera valinn. Þessir strákar hafa sýnt það og eiga þetta svo fyllilega skilið. Þetta eru heiðarlegir strákar sem hafa lagt mikið á sig, sýnt gott fordæmi, æft vel og spilað vel, og svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni. Það er mikil vinna og dugnaður að baki þessum áfanga,“ segir Rúnar. Rúnar Kristinsson, nýbúinn að pakka Michael Ballack saman í leik í undankeppni EM 2004.Getty/Andreas Rentz Birkir Bjarnason, sem er 33 ára gamall, hefði vel getað valið norska landsliðið eftir að hafa flutt til Noregs ellefu ára gamall. Hann valdi hins vegar Ísland, lék fyrir yngri landsliðin og spilaði fyrsta A-landsleikinn gegn Andorra í maí 2010, nýorðinn 22 ára gamall. „Birki þekki ég ekki persónulega en ef maður skoðar bara það sem hann hefur áorkað á sínum ferli, og þau félög sem hann hefur spilað með, þá segir það allt um hans gæði. Hann er ekkert að reyna að baða sig í sviðsljósinu, vinnur bara sína vinnu og skilar alltaf sínu. Hann er búinn að vera frábær í báðum keppnunum fyrir okkur, EM 2016 og HM 2018, og auðvitað öllum undankeppnunum líka. Algjör lykilmaður í þessu liði,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason nælir í afar mikilvæga vítaspyrnu í leik gegn Hollandi í Amsterdam, í undankeppni EM 2016. Hann fékk einnig víti í heimaleiknum gegn Hollandi í sömu keppni en sigrarnir á Hollandi réðu miklu um að Ísland kæmist á sitt fyrsta stórmót.Getty „Eiginleiki sem hefur nýst landsliðinu ofboðslega vel“ „Hann er með mjög skemmtilegan leikstíl. Er ekkert að gera allt of „fansí“ hluti en gerir einfalda hluti mjög vel. Hann hefur alltaf hlaupið mikið og hlaupið vel – verið hættulegur í vítateignum og komið að mikið af mörkum. Þegar menn eldast og læra að skýla boltanum vel þá er kannski engin leið til að taka boltann af þeim nema að brjóta á þeim. Það á við um Birki. Hann er mjög sniðugur og klókur leikmaður og hefur oft verið okkur afar dýrmætur í að skora mörk og fá vítaspyrnur, því hann getur komið sér í góðar stöður og passað vel upp á boltann. Það er mikilvægur eiginleiki sem hefur nýst íslenska landsliðinu ofboðslega vel,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason hefur leikið alla leiki Íslands á stórmótum hingað til. Hann lét Lionel Messi hafa fyrir hlutunum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018.EPA-EFE/PETER POWELL En getur Rúnar gert sér í hugarlund hvert metið verður þegar Birkir lætur gott heita, nú þegar búið er að yngja landsliðshópinn mikið upp? „Nú veit ég ekki hvað landsliðsþjálfararnir eru að hugsa og get voðalega lítið dæmt um það, en á meðan að menn eru í góðu líkamlegu ástandi og hafa getu, kraft og orku til að spila 90 mínútna landsleik og vera í deildarkeppni þess á milli, þá er engin ástæða til að henda mönnum út. Birkir á alveg möguleika á að halda áfram að bæta þetta met.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Birkir lék sinn 105. A-landsleik þegar hann spilaði gegn Norður-Makedóníu í gær og tók þar með fram úr Rúnari sem lék sinn 104. landsleik árið 2004. Birkir Már Sævarsson er svo skammt á eftir þeim með 103 leiki. Þeir þrír eru þeir einu sem náð hafa hundrað A-landsleikjum fyrir karlalandsliðið í fótbolta. „Mér líður bara vel með það að missa metið og hef ekki haft nokkrar áhyggjur af því. Ég hef bara gaman af því og gleðst fyrir hönd þeirra sem ná þessum áfanga og hafa fengið tækifæri til að spila í svona mörg ár fyrir sína þjóð. Þetta er heiður fyrir alla og það sýnir úr hverju þessir strákar eru gerðir að vera að ná þessu. Ég óska þeim innilega til hamingju,“ segir Rúnar. Ekkert að baða sig í sviðsljósinu en vinnur sína vinnu Rúnar lék sína 104 leiki á 17 ára tímabili en Birkir Bjarnason, sem farið hefur með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, hefur á rúmum ellefu árum náð metinu. Fleiri leikir hafa verið í boði á hverju ári fyrir Birki en voru í boði fyrir Rúnar á sínum tíma: „Það breytir því ekki að menn þurfa að hugsa vel um sig, vera alltaf í góðu standi og svo alltaf einn af þeim bestu til að vera valinn. Þessir strákar hafa sýnt það og eiga þetta svo fyllilega skilið. Þetta eru heiðarlegir strákar sem hafa lagt mikið á sig, sýnt gott fordæmi, æft vel og spilað vel, og svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni. Það er mikil vinna og dugnaður að baki þessum áfanga,“ segir Rúnar. Rúnar Kristinsson, nýbúinn að pakka Michael Ballack saman í leik í undankeppni EM 2004.Getty/Andreas Rentz Birkir Bjarnason, sem er 33 ára gamall, hefði vel getað valið norska landsliðið eftir að hafa flutt til Noregs ellefu ára gamall. Hann valdi hins vegar Ísland, lék fyrir yngri landsliðin og spilaði fyrsta A-landsleikinn gegn Andorra í maí 2010, nýorðinn 22 ára gamall. „Birki þekki ég ekki persónulega en ef maður skoðar bara það sem hann hefur áorkað á sínum ferli, og þau félög sem hann hefur spilað með, þá segir það allt um hans gæði. Hann er ekkert að reyna að baða sig í sviðsljósinu, vinnur bara sína vinnu og skilar alltaf sínu. Hann er búinn að vera frábær í báðum keppnunum fyrir okkur, EM 2016 og HM 2018, og auðvitað öllum undankeppnunum líka. Algjör lykilmaður í þessu liði,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason nælir í afar mikilvæga vítaspyrnu í leik gegn Hollandi í Amsterdam, í undankeppni EM 2016. Hann fékk einnig víti í heimaleiknum gegn Hollandi í sömu keppni en sigrarnir á Hollandi réðu miklu um að Ísland kæmist á sitt fyrsta stórmót.Getty „Eiginleiki sem hefur nýst landsliðinu ofboðslega vel“ „Hann er með mjög skemmtilegan leikstíl. Er ekkert að gera allt of „fansí“ hluti en gerir einfalda hluti mjög vel. Hann hefur alltaf hlaupið mikið og hlaupið vel – verið hættulegur í vítateignum og komið að mikið af mörkum. Þegar menn eldast og læra að skýla boltanum vel þá er kannski engin leið til að taka boltann af þeim nema að brjóta á þeim. Það á við um Birki. Hann er mjög sniðugur og klókur leikmaður og hefur oft verið okkur afar dýrmætur í að skora mörk og fá vítaspyrnur, því hann getur komið sér í góðar stöður og passað vel upp á boltann. Það er mikilvægur eiginleiki sem hefur nýst íslenska landsliðinu ofboðslega vel,“ segir Rúnar. Birkir Bjarnason hefur leikið alla leiki Íslands á stórmótum hingað til. Hann lét Lionel Messi hafa fyrir hlutunum í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu á HM 2018.EPA-EFE/PETER POWELL En getur Rúnar gert sér í hugarlund hvert metið verður þegar Birkir lætur gott heita, nú þegar búið er að yngja landsliðshópinn mikið upp? „Nú veit ég ekki hvað landsliðsþjálfararnir eru að hugsa og get voðalega lítið dæmt um það, en á meðan að menn eru í góðu líkamlegu ástandi og hafa getu, kraft og orku til að spila 90 mínútna landsleik og vera í deildarkeppni þess á milli, þá er engin ástæða til að henda mönnum út. Birkir á alveg möguleika á að halda áfram að bæta þetta met.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda. 8. september 2021 09:01