Diddy ætlar ekki að bera vitni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:40 Teikning af Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira