Diddy ætlar ekki að bera vitni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:40 Teikning af Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira