Diddy ætlar ekki að bera vitni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:40 Teikning af Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira