Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 13:44 Niðurstaðan kom rannsakendum á óvart en rannsóknin var gerð á drykkjum sem seldir eru í Frakklandi. vísir/vilhelm Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent. Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent.
Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira