Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:49 Nicolas Jackson fær hér að líta rauða spjaldið á HM í gær. Getty/Stephen Nadler Nicolas Jackson, hinn 24 ára gamli framherji Chelsea, kveðst reiður út í sjálfan sig og lofar stuðningsmönnum að gera betur, eftir rauða spjaldið sem hann fékk rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í gær. Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“ HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira