Þetta segir í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Konan var handtekin snemma morguns síðastliðinn laugardag. Á sama tíma voru eiginmaður hennar og dóttir úrskurðuð látin á hótelherbergi fjölskyldunnar. Stungusár voru á líkum feðginanna og konan var einnig með stungusár.
Hún hefur verið á sjúkrahúsi í gæsluvarðhaldi frá handtöku en yfirheyrsla fór fram yfir henni á miðvikudag. Að sögn lögreglu er nokkuð skýr mynd komin á atvik umrædda nótt og rannsókn gengur vel. Hún sé þó á frumstigi og mikil vinna sé fram undan.