Gátu loks yfirheyrt konuna Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 15:03 Lögreglumaður fyrir utan herbergi á 4. hæð á Edition hóteli. Herbergið er enn innsiglað. Vísir Franska konan sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hóteli síðustu helgi var loks yfirheyrð í gær. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segist ekkert geta gefið upp um það sem kom fram í yfirheyrslunni, hvorki hvort konan hefði játað verknaðinn eða hvernig ástand hennar hefði verið í yfirheyrslunni. Hann segir að ástand hennar sé stöðugt en hún hefur legið á sjúkrahúsi með stunguáverka síðan á laugardagsmorgun, þegar eiginmaður hennar og dóttir fundust látin á hótelherbergi á Edition-hótelinu í Reykjavík. Konan og maður hennar voru á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Rannsókn miðar vel Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins miði vel en henni sé hvergi nærri lokið. Vettvangsrannsókn standi enn yfir og hótelherbergið sé enn innsiglað. Ekki hafi verið talin þörf á víðtækari lokunum á hótelinu. Hann kveðst ekki vita hvort gist sé í nærliggjandi herbergjum eða ekki. Það sé alfarið undir stjórnendum hótelsins komið. Í vikunni var greint frá því lögreglumenn hefðu sett sig í samband við kollega sína í Frakklandi. Ævar Pálmi sagði það hafa verið gert með fulltingi franska sendiráðsins á Íslandi. Franska lögreglan hefði aðstoðað þá íslensku við að komast í samband við aðstandendur þeirra látnu. Hin látnu og konan sem grunuð er um að hafa ráðið þeim bana, hefðu þó verið búsett á Írlandi og komið þaðan til landsins. Ævar segir að lögreglan sé enn í virki samtali og samstarfi við erlend löggæsluyfirvöld, bæði frönsk og írsk. Ekki hafi komið til tals að erlendir lögreglumenn komi til landsins. Lögregla búi ekki yfir upplýsingum um að fólkið hafi áður komið við sögu hjá þessum löggæsluyfirvöldum. Ekki ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á laugardag en úrskurður sá rennur að óbreyttu út á morgun. Ævar Pálmi segir ákvörðun verða tekna á morgun um það hvort farið verði fram á áfranhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni. Hann telji það þó ekki ólíklegt og það yrði gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira