Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 09:10 Fariba Vancor, sem áður hét Bella Nilsson, við réttarhöldin vegna lögbrota sorphirðufyrirtækisins Think Pink. Vísir/EPA Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna. Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna.
Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira