Trump vill að ICE spýti í lófana og handtaki fleiri ólöglega innflytjendur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. júní 2025 07:53 ICE á að láta til skarar skríða í Demókratavígjum á borð við Chicago og New York að mati Trumps. Adrian Wyld/The Canadian Press via AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað innflytjendastofnun ríkisins, ICE, að setja í forgang aðgerðir í borgum sem stjórnað er af Demókrötum. Stofnunin réðst á dögunum í miklar aðgerði í Los Angeles þar sem ólöglegir innflytjendur voru handteknir í stórum stíl. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa í borginni og dómsmál eru í gangi um lögmæti aðgerðanna. Trump er þó hvergi af baki dottinn og í pósti á samfélagsmiðli sínum í nótt lofar hann frammistöðu ICE og hvetur starfsmenn stofnunarinnar til dáða. Forsetinn segir að þeir eigi nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná markmiði sínu, sem er að koma svo mörgum innflytjendum úr landi að annað eins hafi ekki sést í sögunni, skrifar forsetinn. Þá tiltekur Trump sérstaklega nauðsyn þess að láta sverfa til stáls í stórborgunum Los Angeles, Chicago og New York þar sem milljónir ólöglegra innflytjenda hafist við. Þessar þrjár borgir eiga það einnig sameiginlegt að lúta allar stjórn Demókrata. AP fréttaveitan bendir þó á að á sama tíma og Trump blæs í herlúðra á samfélagsmiðlum sínum berist ónafngreindar heimildir innan úr herbúðum hans þess efnis að forsetinn hafi farið fram á að útlendingaeftirlitið hætti að beina athygli sinni að ólöglegu starfsfólki í hótel og veitingageiranun og einnig í landbúnaði, vegna þess hversu slæm áhrif aðgerðir Trumpstjórnarinnar eru að hafa á þá geira, þar sem stór hluti vinnuaflsins er samansettur af ólöglegum innflytjendum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Stofnunin réðst á dögunum í miklar aðgerði í Los Angeles þar sem ólöglegir innflytjendur voru handteknir í stórum stíl. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa í borginni og dómsmál eru í gangi um lögmæti aðgerðanna. Trump er þó hvergi af baki dottinn og í pósti á samfélagsmiðli sínum í nótt lofar hann frammistöðu ICE og hvetur starfsmenn stofnunarinnar til dáða. Forsetinn segir að þeir eigi nú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná markmiði sínu, sem er að koma svo mörgum innflytjendum úr landi að annað eins hafi ekki sést í sögunni, skrifar forsetinn. Þá tiltekur Trump sérstaklega nauðsyn þess að láta sverfa til stáls í stórborgunum Los Angeles, Chicago og New York þar sem milljónir ólöglegra innflytjenda hafist við. Þessar þrjár borgir eiga það einnig sameiginlegt að lúta allar stjórn Demókrata. AP fréttaveitan bendir þó á að á sama tíma og Trump blæs í herlúðra á samfélagsmiðlum sínum berist ónafngreindar heimildir innan úr herbúðum hans þess efnis að forsetinn hafi farið fram á að útlendingaeftirlitið hætti að beina athygli sinni að ólöglegu starfsfólki í hótel og veitingageiranun og einnig í landbúnaði, vegna þess hversu slæm áhrif aðgerðir Trumpstjórnarinnar eru að hafa á þá geira, þar sem stór hluti vinnuaflsins er samansettur af ólöglegum innflytjendum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Segir ástandið í Los Angeles „ekki eðlilegt“ Jeremy Ebobisse, framherji Los Angeles FC í Bandaríkjunum, segist styðja það stuðningsfólk sem lýsti yfir óánægju sinni með forseta Bandaríkjanna vegna ástandsins í Los Angeles um þessar mundir. 10. júní 2025 07:00
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00