Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 15. júní 2025 23:03 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sýn Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti. Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti.
Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira