Áhugamannalið frá Nýja-Sjálandi mætir Bayern, Benfica og Boca Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 20:31 Heimavöllur Auckland City heitir Freyberg Field og getur mest tekið við 3500 áhorfendum. Vísir/Getty Images HM félagsliða karla í knattspyrnu hefst á sunnudaginn kemur, þann 15. júní. Meðal liðanna sem tekur þátt á mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum er áhugamannalið frá Nýja-Sjálandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um HM félagsliða. Mótið fer fram með nýju fyrirkomulagi í ár og alls taka 32 lið þátt. Þar á meðal er Auckland City, eina áhugamannalið keppninnar. Þeirra bíður erfitt verkefni en liðið er í C-riðli með Bayern München, Benfica og Boca Juniors. Bayern eru Þýskalandsmeistarar.Sven Hoppe/Getty Images Auckland City hefur unnið Meistaradeild Eyjaálfu undanfarin fjögur ár en það verður að segjast að liðið er ekki líklegt til árangurs í sumar. „Við erum vanir því að fara í vinnuna á morgnana og svo á æfingu um kvöldið,“ sagði framherjinn Angus Kilkolly í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við erum með nokkra leikmenn sem vinna í sölugeiranum, nokkra í fasteignum, kennara og svo leikmenn sem eru enn í háskóla. Þetta er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert svo við þekkjum ekkert annað.“ „Þetta er tækifæri sem kemur líklega aldrei aftur. Fólkið í kringum okkur veit hversu stór viðburður þetta er og hversu stórt tækifæri þetta er fyrir okkur.“ Al Ahly og Inter Miami mætast í fyrsta leik keppninnar á aðfaranótt sunnudags. Klukkan 18.00 á sunnudag er svo komið að leik Bayern og Auckland. Þá kemur í ljós hvort áhugamennirnir eigi möguleika í stærstu lið heims eða hvort þeir séu hreinlega lömb leidd til slátrunar. Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um HM félagsliða. Mótið fer fram með nýju fyrirkomulagi í ár og alls taka 32 lið þátt. Þar á meðal er Auckland City, eina áhugamannalið keppninnar. Þeirra bíður erfitt verkefni en liðið er í C-riðli með Bayern München, Benfica og Boca Juniors. Bayern eru Þýskalandsmeistarar.Sven Hoppe/Getty Images Auckland City hefur unnið Meistaradeild Eyjaálfu undanfarin fjögur ár en það verður að segjast að liðið er ekki líklegt til árangurs í sumar. „Við erum vanir því að fara í vinnuna á morgnana og svo á æfingu um kvöldið,“ sagði framherjinn Angus Kilkolly í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Við erum með nokkra leikmenn sem vinna í sölugeiranum, nokkra í fasteignum, kennara og svo leikmenn sem eru enn í háskóla. Þetta er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert svo við þekkjum ekkert annað.“ „Þetta er tækifæri sem kemur líklega aldrei aftur. Fólkið í kringum okkur veit hversu stór viðburður þetta er og hversu stórt tækifæri þetta er fyrir okkur.“ Al Ahly og Inter Miami mætast í fyrsta leik keppninnar á aðfaranótt sunnudags. Klukkan 18.00 á sunnudag er svo komið að leik Bayern og Auckland. Þá kemur í ljós hvort áhugamennirnir eigi möguleika í stærstu lið heims eða hvort þeir séu hreinlega lömb leidd til slátrunar.
Fótbolti HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira