Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“ Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 17:12 Þórdís Kolbrún (t.h.) kemur Þorgerði Katrínu (t.v.) til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu ráðherrann til ríkislögreglustjóra fyrir landráð. Vísir/Viktor Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra. „Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni. Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Þessa menn er ekki hægt að taka alvarlega, en það sem þeir hafa gert er alvarlegt,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook og vísar til samtakanna Þjóðfrelsis, sem hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi stofnandi Lýðræðisflokksins, er lögmaður samtakanna og sagðist í samtali við fréttastofu ekki vera sjálfur aðili að kærunni en hann hefur lengi gagnrýnt bókunina, einkum þegar hann var varaþingmaður í ráðherratíð Þórdísar. „Að saka utanríkisráðherra um að svíkja þjóð sína er birtingarmynd pólitískra öfga,“ bætir hún við. Hún segir kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkiráðherra og móðgun við allar þær þjóðir sem upplifað hafi afdrifarík svik eigin borgara í þágu óvina. „Aumkunarvert uppátæki“ „Hin raunverulega árás á lýðveldið okkar felst í þessari sneypuför sem farin er annað hvort af brjóstumkennanlegum óvitaskap eða fáheyrðri illgirni,“ heldur Þórdís Kolbrún áfram en hún er þingmaðurinn Sjálfstæðislokksins í dag. „Annað er málefnaleg og hreinskilin umræða um alþjóðamál, Evrópusambandið og Bókun 35. Ræðum stöðu okkar og áskoranir af hreinskilni, en sökum ekki ráðherra um landráð. Það hefur afleiðingar alþjóðlega,“ skrifar hún enn fremur og bætir við: „Þetta er aumkunarvert uppátæki.“ Segja grafið undan Alþingi Í tilkynningu sem Þjóðfrelsi sendi fjölmiðlum í dag sagði að innleiðing bókunar 35 fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti. Yrði frumvarpið að lögum, væri með því grafið undan íslensku dómsvaldi og brotið í bága við aðra grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að enginn skuli fara með dómsvald á Íslandi nema þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum. „Með frumvarpinu er í raun einnig verið að grafa undan lagasetningarvaldi Alþingis án þess að stjórnarskráin veiti til þess heimild. Því er ljóst að frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar,“ segir í tilkynningunni.
Bókun 35 Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Alþingi Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira