Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 23:00 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Guðmundsdóttir Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. „Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
„Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent