Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júní 2025 20:00 Fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water krefja það um ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda þess gagnvart þeim. Félagið segir að ekkert mál hafi verið höfðað á hendur því fyrir dómstólum sem sé réttur farvegur slíkra mála. Vísir Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum. Fréttastofa greindi í gær frá árásum á stjórnendur verktakafyrirtækis sem vilja meina að þær séu vegna skuldar þeirra við undirverktaka sem hafi komið til vegna meintra vanefnda landeldisfyrirtækisins First Water í Þorlákshöfn upp á hundruði milljóna króna. Þá hefur starfsmaður First Water einnig orðið fyrir alvarlegum hótunum samkvæmt heimildum fréttastofu. First Water segist ranglega dregið í umfjöllun Í yfirlýsingu sem fréttastofa hefur fengið frá First Water vegna málsins kemur fram að félagið hafi ranglega verið dregið inn í umfjöllun um átök á milli verktaka sem hafi unnið á athafnasvæði First Water. „Í kvöldfréttum Sýnar í gær var First Water ranglega dregið inn í umfjöllun um átök á milli verktaka og undirverktaka þeirra sem unnið hafa á athafnasvæði First Water. Um er að ræða eina stærstu einkaframkvæmd Íslandssögunnar og því mikil umsvif á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu First Water. Fleiri fyrirtæki saka First Water um vanefndir Fleiri fyrirtæki hafa hins vegar verið í sambandi við fréttastofu eftir að málið kom upp og segja farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við First Water og hafa sent fréttastofu gögn máli sínu til stuðnings. Forsvarsmenn þeirra óskuðu nafnleyndar því mál þeirra og viðskipti séu á afar viðkvæmu stigi. Fréttastofa hefur gögn frá erlendu fyrirtæki sem starfaði fyrir First Water í nokkur ár þar sem kemur fram að það hafi kært félagið vegna meintra vanefnda upp á hálfan milljarð króna. Í tölvupósti frá fyrirtækinu kemur fram að fyrirtækið hafi aldrei lent í öðrum eins viðskiptaháttum og stjórnendur landeldisfyrirtækisins hafi sýnt. „We have initiated legal proceedings against First Water, we were left with unpaid invoices for completed work amounting to EUR 3,500,000 – or approximately ISK 500,000,000. We have never experienced conduct like this before from any company. We hope this is not representative of Icelandic business practices, but regardless, this has made both us – and our subcontractors – skeptical about doing business in Iceland,“ segir í tölvupósti umrædds fyrirtækis til fréttastofu um viðskipti þess við First Water. Þriðja fyrirtækið sem starfaði fyrir First Water hefur einnig sent fréttastofu kröfu á félagið þar sem það er sakað um ólögmæta riftun á samningi og er krafið um greiðslur upp á tæpar 290 milljónir króna vegna meintra vanefnda og skaðabóta. Úr kröfubréfi lögfræðisstofu á hendur First Water.Vísir Lögregla hefur staðfest að hafa verið kölluð til vegna ágreinings á athafnasvæði First Water þegar þessi verktaki hugðist sækja vinnuefni á verkstað eftir riftun samningsins við félagið. Verktaki segir First Water hafa lokað athafnasvæði sínu fyrir honum svo hann hafi ekki getað sótt það sem hann taldi sig eiga á svæðinu eftir riftun samnings. Lögreglan var kölluð til vegna ágreinings verktakans við félagið. Verktakinn sendi umrædda ljósmynd af lokuninni. Vísir Þá hefur fjórða fyrirtækið verið í sambandi við fréttastofu sem segist undirbúa kröfu á First Water upp á tugi milljóna vegna meintra vanefnda. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofa hefur nema kröfur fyrirtækjanna á hendur First Water alls ríflega einum milljarði króna. First Water sakar verktaka á móti um brot á samningum First Water vill ekki tjá sig um þessi samskipti við verktaka í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér vegna málsins. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi rift samningum við verktaka vegna ófullnægjandi skila á verkþáttum og brotum á samningum. Í öllum tilvikum hafi félagið fylgt lögformlegum leiðum við riftun samninga. Ekkert mál hafi verið höfðað gegn First Water fyrir dómstólum. „Í þeim tilfellum sem First Water hefur rift slíkum samningum var um að ræða ófullnægjandi skil á verkþáttum og brot á samningsákvæðum af hálfu verktaka. First Water sá sig því tilknúið að rifta umræddum samningum enda skylda stjórnenda að gæta fjárhagslegra hagsmuna félagsins, sem er í eigu fjölbreytts hóps fjárfesta, þar á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Í öllum tilfellum fylgdi félagið lögformlegum ferlum við riftun með aðstoð lögmannsstofu.Ekkert mál hefur verið höfðað gegn First Water fyrir dómstólum, sem er hinn rétti farvegur fyrir úrlausn slíkra mála. First Water mun ekki tjá sig um málefni er varða samskipti félagsins við einstaka verktaka né aðra viðskiptamenn félagsins,“ segir í yfirlýsingu First Water vegna málsins. Lífeyrissjóðir og ríkissjóður meðal eigenda First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi og er öll framkvæmdin til ársins 2031 metin á hundrað og fimmtán milljarða króna. Gert er ráð fyrir að ríflega átta þúsund tonn af laxi verði framleidd árlega þegar henni er lokið. Fjallað hefur verið um glæsileg áform félagsins í kvöldfréttum . Alls hefur félagið fengið um 35 milljarða fjármögnun hingað til,24 milljarðar eru hlutafé frá innlendum fjárfestum og lífeyrissjóðum . Þá hafa Landsbankinn og Arion banki lánað félaginu um ellefu milljarða króna. Meðal stærstu eigenda First Water eru Stoðir, fjöldi lífeyrissjóða sem eiga samanlagt yfir fimmtug í félaginu og enn meira sé eignarhald þeirra í gegnum aðra sjóðir talið með. Þá á ríkissjóður tæplega 3% hlut í félaginu. Hluti af eigendum First Water en lífeyrissjóður eiga samanlagt stóran hlut í félaginuVísir Viðskiptaþvinganir Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Sjávarútvegur Lögreglumál Lífeyrissjóðir Ölfus Landeldi Fiskeldi Byggingariðnaður Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá árásum á stjórnendur verktakafyrirtækis sem vilja meina að þær séu vegna skuldar þeirra við undirverktaka sem hafi komið til vegna meintra vanefnda landeldisfyrirtækisins First Water í Þorlákshöfn upp á hundruði milljóna króna. Þá hefur starfsmaður First Water einnig orðið fyrir alvarlegum hótunum samkvæmt heimildum fréttastofu. First Water segist ranglega dregið í umfjöllun Í yfirlýsingu sem fréttastofa hefur fengið frá First Water vegna málsins kemur fram að félagið hafi ranglega verið dregið inn í umfjöllun um átök á milli verktaka sem hafi unnið á athafnasvæði First Water. „Í kvöldfréttum Sýnar í gær var First Water ranglega dregið inn í umfjöllun um átök á milli verktaka og undirverktaka þeirra sem unnið hafa á athafnasvæði First Water. Um er að ræða eina stærstu einkaframkvæmd Íslandssögunnar og því mikil umsvif á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu First Water. Fleiri fyrirtæki saka First Water um vanefndir Fleiri fyrirtæki hafa hins vegar verið í sambandi við fréttastofu eftir að málið kom upp og segja farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við First Water og hafa sent fréttastofu gögn máli sínu til stuðnings. Forsvarsmenn þeirra óskuðu nafnleyndar því mál þeirra og viðskipti séu á afar viðkvæmu stigi. Fréttastofa hefur gögn frá erlendu fyrirtæki sem starfaði fyrir First Water í nokkur ár þar sem kemur fram að það hafi kært félagið vegna meintra vanefnda upp á hálfan milljarð króna. Í tölvupósti frá fyrirtækinu kemur fram að fyrirtækið hafi aldrei lent í öðrum eins viðskiptaháttum og stjórnendur landeldisfyrirtækisins hafi sýnt. „We have initiated legal proceedings against First Water, we were left with unpaid invoices for completed work amounting to EUR 3,500,000 – or approximately ISK 500,000,000. We have never experienced conduct like this before from any company. We hope this is not representative of Icelandic business practices, but regardless, this has made both us – and our subcontractors – skeptical about doing business in Iceland,“ segir í tölvupósti umrædds fyrirtækis til fréttastofu um viðskipti þess við First Water. Þriðja fyrirtækið sem starfaði fyrir First Water hefur einnig sent fréttastofu kröfu á félagið þar sem það er sakað um ólögmæta riftun á samningi og er krafið um greiðslur upp á tæpar 290 milljónir króna vegna meintra vanefnda og skaðabóta. Úr kröfubréfi lögfræðisstofu á hendur First Water.Vísir Lögregla hefur staðfest að hafa verið kölluð til vegna ágreinings á athafnasvæði First Water þegar þessi verktaki hugðist sækja vinnuefni á verkstað eftir riftun samningsins við félagið. Verktaki segir First Water hafa lokað athafnasvæði sínu fyrir honum svo hann hafi ekki getað sótt það sem hann taldi sig eiga á svæðinu eftir riftun samnings. Lögreglan var kölluð til vegna ágreinings verktakans við félagið. Verktakinn sendi umrædda ljósmynd af lokuninni. Vísir Þá hefur fjórða fyrirtækið verið í sambandi við fréttastofu sem segist undirbúa kröfu á First Water upp á tugi milljóna vegna meintra vanefnda. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofa hefur nema kröfur fyrirtækjanna á hendur First Water alls ríflega einum milljarði króna. First Water sakar verktaka á móti um brot á samningum First Water vill ekki tjá sig um þessi samskipti við verktaka í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér vegna málsins. Í yfirlýsingunni kemur fram að félagið hafi rift samningum við verktaka vegna ófullnægjandi skila á verkþáttum og brotum á samningum. Í öllum tilvikum hafi félagið fylgt lögformlegum leiðum við riftun samninga. Ekkert mál hafi verið höfðað gegn First Water fyrir dómstólum. „Í þeim tilfellum sem First Water hefur rift slíkum samningum var um að ræða ófullnægjandi skil á verkþáttum og brot á samningsákvæðum af hálfu verktaka. First Water sá sig því tilknúið að rifta umræddum samningum enda skylda stjórnenda að gæta fjárhagslegra hagsmuna félagsins, sem er í eigu fjölbreytts hóps fjárfesta, þar á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Í öllum tilfellum fylgdi félagið lögformlegum ferlum við riftun með aðstoð lögmannsstofu.Ekkert mál hefur verið höfðað gegn First Water fyrir dómstólum, sem er hinn rétti farvegur fyrir úrlausn slíkra mála. First Water mun ekki tjá sig um málefni er varða samskipti félagsins við einstaka verktaka né aðra viðskiptamenn félagsins,“ segir í yfirlýsingu First Water vegna málsins. Lífeyrissjóðir og ríkissjóður meðal eigenda First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi og er öll framkvæmdin til ársins 2031 metin á hundrað og fimmtán milljarða króna. Gert er ráð fyrir að ríflega átta þúsund tonn af laxi verði framleidd árlega þegar henni er lokið. Fjallað hefur verið um glæsileg áform félagsins í kvöldfréttum . Alls hefur félagið fengið um 35 milljarða fjármögnun hingað til,24 milljarðar eru hlutafé frá innlendum fjárfestum og lífeyrissjóðum . Þá hafa Landsbankinn og Arion banki lánað félaginu um ellefu milljarða króna. Meðal stærstu eigenda First Water eru Stoðir, fjöldi lífeyrissjóða sem eiga samanlagt yfir fimmtug í félaginu og enn meira sé eignarhald þeirra í gegnum aðra sjóðir talið með. Þá á ríkissjóður tæplega 3% hlut í félaginu. Hluti af eigendum First Water en lífeyrissjóður eiga samanlagt stóran hlut í félaginuVísir
Viðskiptaþvinganir Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Sjávarútvegur Lögreglumál Lífeyrissjóðir Ölfus Landeldi Fiskeldi Byggingariðnaður Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira