Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Verð­bólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra grein­enda

Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Innherjamolar
Fréttamynd

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka. Þar segir að Arnar hafi verið ráðinn í teymi fjárstýringar en Eiríkur í teymi markaðsviðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grein­endur búast ekki við að verð­bólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.

Innherjamolar
Fréttamynd

Van­metið verðbólguálag hefur reynst fjár­festum dýr­keypt undan­farin ár

Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

Vangu­ard og Vangu­ard á­hrifin

Vonandi fara Vanguard áhrifin að hafa einhver áhrif hér á landi en það gerist ekki á meðan reglur eru hamlandi fyrir almenna fjárfesta hérlendis að fjárfesta í sjóðum eins og Vanguard. Slíkar hamlanir eru hagfelldar fyrir íslensku fjármálafyrirtækin en ekki almenna fjárfesta.

Umræðan
Fréttamynd

Hver eru rökin fyrir því að lækka vexti um 25 punkta, þvert á spár grein­enda?

Greinendur reikna fastlega með því að vöxtum verði haldið óbreyttum þegar peningastefnunefnd kynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn enda ekki útlit fyrir að verðbólgan lækki á næstunni. Þótt spennan sé lítil með sjálfa vaxtaákvörðunina verður áhugaverðara að heyra tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar og þá hafa hagfræðingar Arion banka jafnframt týnt til helstu rök fyrir því að halda áfram með vaxtalækkunarferlið.

Innherjamolar
Fréttamynd

Þykir svart­sýnin í verð­lagningu skulda­bréfa „keyra úr hófi fram“

Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi sam­runa Kviku og Arion

Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

Innherji
Fréttamynd

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Verðmat Sjó­vá helst nánast ó­breytt og mælt með að fjár­festar haldi bréfunum

Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Innherjamolar
Fréttamynd

Er kostnaður hluta­bréfa­sjóða of hár hér­lendis?

Mikilvægt er að fjarlægja hindranir þannig að almennir íslenskir fjárfestar hafi val um að fjárfesta í sjóðum erlendis. Það myndi stuðla að eðlilegri samkeppni og verða hvatning fyrir rekstraraðila íslenskra sjóða til að gera betur en áður þegar kemur að kostnaði við sjóði.

Umræðan
Fréttamynd

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Lífið er miklu meira en peningar“

Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Sam­runi sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku

Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.

Innherji
Fréttamynd

Fyrir­tæki í vopna­fram­leiðslu eru á rauðum lista

Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist enn þótt líf­eyris­sjóðir og Seðla­bankinn bæti í gjald­eyris­kaupin

Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár.

Innherji