12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 21:07 Svona mun nýja vinnsluhúsið fyrir laxinn hjá First Water í Þorlákshöfn líta út en kostnaður við það verður á milli 10 og 12 milljarðar króna. Aðsend Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026. Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira