12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2025 21:07 Svona mun nýja vinnsluhúsið fyrir laxinn hjá First Water í Þorlákshöfn líta út en kostnaður við það verður á milli 10 og 12 milljarðar króna. Aðsend Eitt glæsilegasta fiskvinnsluhús, sem mun kosta á milli 10 og 12 milljarða króna verður byggt í Þorlákshöfn í tengslum við landeldi First Whater á laxi. Um 115 starfsmenn munu vinna í húsinu þegar það verður komið í notkun haustið 2026. Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fyrirtækið First Water er fremst í flokki í Þorlákshöfn með sitt landeldi í lokuðum kerjum í 50 þúsund tonna landeldisstöð. En við framleiðslu alls fisksins þarf almennilegt og tæknilegt fiskvinnsluhús vegna slátrunar á honum og frágangsins á fiskinum og því tóku fjórar valkyrjur nýverið fyrstu skóflustunguna af nýja húsinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var ein af þeim. „Það er bara gaman að fylgjast með þessu. Ég held að við eigum ótrúleg tækifæri í eldi á laxi á landi. Þetta geta orðið hundruð milljarða útflutningsverðmæti og það munar svo sannarlega um það enda er það auðvitað varanlegur útflutningsvöxtur, sem byggir hér undir hagvöxt og góð lífskjör, ekki bara fyrir okkur heldur til næstu kynslóða,“ segir Heiðrún Lind. Valkyrjunar fjórar sem tóku fyrstu skóflustunguna nýverið af nýja vinnsluhúsinu. Heiðrún Lind er lengst til hægri en svo koma þær Valgerður Friðriksdóttir, mannauðsstjóri, Amelía Ósk Hjálmarsdóttir, stöðvarstjóri og Sigríður Birna Ingimundardóttir, allt starfsmenn First Water.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja vinnsluhúsið verður allt hið glæsilegasta en þar verður heildargólfflötur þess um 30 þúsund fermetrar en full starfsemi verður í húsinu alla daga ársins og verður allur tæknibúnaður háþróaður og hinn vandaðasti. „Þetta er fyrsta húsið, sem er byggt sérstaklega fyrir laxavinnslur á Íslandi og það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig það kemur út. Við munum í raun og veru séð um að framleiða hérna fyrir 60 þúsund tonn á einni vakt þannig að við gætum í rauninni séð um fyrir fleiri hérna á svæðinu á tveimur vöktum,” segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Hvert fer ykkar lax og hver kaupir? „Að mestu leyti fer þetta til Bretlands og Frakklands eins og er en við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð jafnt skipt, Ameríka og Evrópa.” Og Eggert segir að það sé hvergi eins gott að vera með starfsemi eins og hjá First Water en í Þorlákshöfn. „Hún er frábær því hér er aðstæður frábærar. Þú getur sótt sjó hérna með því að bora niður hraunið og svo er stutt niður á höfn, stutt á flugvöllinn og stutt á alla staði og svo náttúrulega er bæjarfélagið vaxandi þannig að það er gott aðgengi að góðu starfsfólki,” segir Eggert Þór. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í Þorlákshöfn, sem segir allar aðstæður í Þorlákshöfn vera frábærar fyrir fyrirtækið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sjávarútvegur Landeldi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira