Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 06:27 Jón Óttar hefur kært héraðssaksóknara, Ólaf Þór, fyrir rangar sakargiftir. Refsing er allt að tíu ára fangelsi. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum. Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum.
Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12