Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2025 12:33 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vísar til þess að málið sé til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi PPP njósnafyrirtækisins er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi og hafi því komið gömlum kynningum PPP til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. Ólafur Þór hafnar því alfarið. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði. Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara og eigandi njósnafyrirtækisins PPP ræddi um hið svokallaða PPP mál sem kom upp í Kveik og Kastljósi á RÚV fyrir nokkrum vikum við Frosta Logason í Brotkasti hans í morgun. PPP málið hefur vakið mikla athygli og hefur ríkissakskóknari falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka það, stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hefur ákveðið að ræða það og nefnd um störf lögreglu hefur ákveðið að hefja umfangsmikla frumkvæðisathugun. Jón Óttar er fullviss um að upptökurnar sem RÚV hefur undir höndum og birtust í KVeik og Kastljósi séu komnar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssakskóknara sem gegndi embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016. Ástæðan sé að Ólafur vilji koma á sig höggi því hann sé afar ósáttur við að Jón Óttar hafi kært hann til eftirlitsnefndar um störf lögreglu fyrir vanhæfi í hinu svokallaða Namibíumáli. Ástæðan fyrir kæru Jóns Óttars sé að Ólafur hafi kært hann fyrir brot á þagnarskyldu í öðru máli 2012 en svo gert hann að sakborningi í Namibíumálinu 2021. Jón Óttar hafi talið embætti hérraðssaksóknara vanhæft vegna þess að það hefði kært hann árið 2012. Nefndin hefði tekið undir kvörtun hans og sent erindið áfram til ríkissaksóknara 14. mars. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá nefndinni að málið hafi verið sent áfram til ríkissaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðsakskóknari hafnar því alfarið í samtali við fréttastofu að hafa látið starfsfólk RÚV fá þau gögn sem komu fram í Kastljósi og Kveik. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði til þess að gagnalekinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þá staðfestir nefnd um störf lögreglu að hún hafi fengið gagnasendingu frá Sigurði Þórðarssyni, betur þekktum sem Sigga hakkara, sem tengist málinu í heild. Nú sé verið að yfirfara þau gögn. Sigurður tjáði fréttastofu í gær að hann hefði afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Grími Grímssyni, þá allir starfsmenn sérstaks saksóknara ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengd sem hann hefði komist yfir. Jón Óttar sagði í viðtalinu við Frosta að gögnin hefðu upphaflega komið frá Sigurði.
Lögreglumál Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Tengdar fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56 Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53 Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður, er sannfærður um að Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vilji koma á sig höggi með því að koma gömlum kynningum PPP njósnafyrirtækis til Helga Seljan og Kveiks á RÚV. 13. maí 2025 09:56
Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika. 12. maí 2025 12:53
Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið. 10. maí 2025 12:05