Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:46 Viktor Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Getty/Valter Gouveia Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær. Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Samkvæmt Record hljómaði fyrsta boð Arsenal upp á 55 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Síðar hafði miðillinn þó eftir heimildamanni innan Sporting að í raun væri ekki um tilboð að ræða heldur fyrstu uppástungu, ef svo má segja, frá Arsenal. Ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram að svo stöddu. Miðillinn bendir á að ljóst sé að Sporting muni fara fram á hærri upphæð enda sagði forseti félagsins, Frederico Varandas, það opinberlega í viðtali að Sporting myndi fara fram á meira en 60 + 10 milljónir evra. Það er upphæð sem að umboðsmaður Gyökeres er sagður hafa talið að heiðursmannasamkomulag ríkti um að yrði nóg til að kaupa Svíann í sumar en Varandas blés á það og sagðist eingöngu hafa lofað því að fara ekki fram á allar 100 milljónirnar sem losa myndu Gyökeres samkvæmt klásúlu í samningi hans. „Mikið talað og mest ósatt“ Portúgalskir miðlar hafa lýst því þannig að nú hafi myndast gjá á milli Gyökeres og Varandas, og að Svíinn telji sig svikinn. „Það er mikið talað í augnablikinu og mest af því er ósatt. Ég mun tala þegar rétti tímapunkturinn kemur,“ skrifaði Gyökeres hins vegar í Instastory hjá sér. Eins og fyrr segir fullyrðir Record að Bernardo Palmeiro, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, og Andrea Berta kollegi hans hjá Arsenal, ásamt lögfræðingi, hafi hist í gær á Menorca til að ræða um Gyökeres. Viðræður félaganna gætu því verið rétt að hefjast. Samkvæmt Record hefur Sporting komið þeim skilaboðum til félaga sem vilja Gyökeres að hann kosti 80 milljónir evra. Gyökeres varð tvöfaldur meistari með Sporting í Portúgal á nýafstaðinni leiktíð og markakóngur annað árið í röð, með 39 mörk.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira