Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 14:02 Katrín M. Guðjónsdóttir (t.v.) er hætt eftir tvo mánuði sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra (t.h.). Vísir Aðstoðarmaður borgarstjóra hætti um miðjan maí eftir aðeins um tveggja mánaða störf. Hann segir brotthvarf sitt í góðu samstarfi við borgarstjóra. Rétt væri að pólitískari fulltrúi tæki við starfinu nú þegar aðeins ár er til borgarstjórnarkosninga. Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021. Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Vikið var að því í einni setningu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra á þriðjudag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefði beðist lausnar frá starfinu. Í samtali við Vísi segir Katrín að hún hafi hætt störfum um miðjan maí. Hún hóf störf sem aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, 19. mars og entist því aðeins í tvo mánuði í starfinu. „Ég bara kaus að stíga frá borði og taldi mig vera búna að setja upp ákveðna stefnu og strategíu sem ég gæti skilið eftir mig og svo tæki bara meiri pólitík við í kjölfarið,“ segir Katrín. Vísar hún til þess að starf aðstoðarmanns felist í því að styðja við störf borgarstjóra í einu og öllu. „Það styttist óðum í kosningar og bara full ástæða til þess að hleypa meiri pólitík að fyrr en síðar fannst mér þegar ég var að þarfagreina sviðsmyndina,“ segir Katrín en hún segist sjálf ekki koma innan úr Samfylkingunni, flokki borgarstjóra. Átti ekki að vera snubbótt Athygli vekur að í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg voru Katrínu ekki þökkuð unnin störf eins og tíðkast oft í slíkum tilkynningum. Katrín segir að fréttatilkynningin hafi verið unnin í samráði við sig og hún hafi alls ekki átt að vera snubbótt. „Þetta er bara mín ákvörðun sem er í góðu samstarfi við borgarstjóra,“ segir Katrín sem er ekki búin að ráða sig annað ennþá. Ágúst Ólafur tekur við starfi Katrínar á morgun, föstudaginn 13. júní. Hann hefur starfað innan Samfylkingarinnar í áratugi og sat á þingi fyrir hann frá 2003 til 2009 og aftur frá 2017 til 2021.
Reykjavík Vistaskipti Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent