Súdanar flýja undan sveitum Haftars Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 15:47 Átökin í Súdan hafa komið verulega niður á íbúum landsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/MARWAN MOHAMED Forsvarsmenn hers Súdan segja hermenn hafa hörfað frá landamærum ríkisins við Egyptaland og Líbíu, eftir að vígahópar á vegum Khalifa Haftar í Líbíu gerðu árásir yfir landamærin, samhliða sveitum Rapid support forces, eða RSF, sem barist hafa gegn hernum í á þriðja ár. Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu. Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Vígamenn RSF hafa tekið yfir stjórn á svæðinu. Haftar er leiðtogi Líbíska þjóðarhersins (LNA) og hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur notað stuðnings Rússa í gegnum árin. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarhernum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Reuters hefur eftir forsvarsmönnum hersins að hermenn hafi hörfað frá landamærunum en ekki er farið nánar út í af hverju. Þá er haft eftir talsmönnum Haftars að hans menn hafi ekki ráðist yfir landamærin og þess í stað saka þeir sveitir hliðhollar stjórnarhernum um að hafa ráðist á Haftar-liða. Yfirvöld í Súdan hafa sakað RSF og LNA um að flytja vopn til RSF yfir landamærin en svæðið sem um ræðir er nærri borginni al-Fashir í Súdan, en harðir bardagar hafa átt sér stað þar um nokkuð skeið. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sent vopn til RSF en þau styðja einnig Haftar. Egyptar, sem styðja ríkisstjórn Súdan, hafa einnig stutt Haftar í Líbíu.
Súdan Líbía Hernaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira