Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 18:02 Arnar var léttur á blaðamannafundi Íslands í dag. Andrew Milligan/PA Images via Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira