Rekinn frá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2025 15:50 Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili Vísir/Getty Ange Postecoglou hefur verið rekinn úr starfi þjálfara enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Þetta fullyrða breskir miðlar rétt í þessu en búist er við tilkynningu frá Tottenham innan skamms varðandi þetta. Uppfært 16:08 - Tottenham hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem brotthvarf Ange Postecoglou er staðfest. Í yfirlýsingu Tottenham segir að eftir yfirferð á árangri og frammistöðu liðsins á síðasta tímabili sé ákvörðunin sú að láta Postecoglou fara. Ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili og batt þar með enda á sautján ára titlalausa göngu en gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni var á sama tíma hins vegar alls ekki gott. Tottenham lauk þar leik í 17.sæti og hefur aldrei í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sótt eins fá stig (38) og á síðasta tímabili. Forráðamenn Tottenham segja að þrátt fyrir sigurinn í Evrópudeildinni sé ekki hægt að láta góðu tilfinningarnar tengdum þeim árangri ráða för inn í framtíðina. Sigurinn í Evrópudeildinni sér til þess að Tottenham mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, það sem og aðrir þættir virðast hafa ýtt forráðamönnum félagsins í þá átt að betra væri að fá inn nýjan þjálfara til þess að leiða liðið áfram inn í það tímabil. Akkúrat tvö ár hafa liðið upp á dag síðan að Postecoglou tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham en þar áður hafði hann verið þjálfari skoska liðsins Celtic. Þjálfari Hákonar þykir líklegastur í starfið Nú þegar eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum hjá Tottenham. Þar þykir Daninn Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford vera líklegastur til þess að vera ráðinn inn. Thomas Frank á hliðarlínunniVísir/Getty Undir stjórn Frank tryggði Brentford sér sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og hefur síðan þá fest sig í sessi í deildinni og spilað afar heillandi fótbolta á köflum. Frank hefur stýrt Brentford síðan árið 2018 en þar áður var hann þjálfari Bröndby ásamt því að hafa fyrir það þjálfað yngri landslið Danmerkur. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford. Aðrir þjálfarar sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Tottenham eru Marco Silva þjálfari Fulham og Oliver Glasner þjálfari ensku bikarmeistaranna í Crystal Palace. Fréttin verður uppfærð Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Þetta fullyrða breskir miðlar rétt í þessu en búist er við tilkynningu frá Tottenham innan skamms varðandi þetta. Uppfært 16:08 - Tottenham hefur nú gefið út yfirlýsingu þar sem brotthvarf Ange Postecoglou er staðfest. Í yfirlýsingu Tottenham segir að eftir yfirferð á árangri og frammistöðu liðsins á síðasta tímabili sé ákvörðunin sú að láta Postecoglou fara. Ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili Undir stjórn Postecoglou vann Tottenham Evrópudeildina á nýafstöðnu tímabili og batt þar með enda á sautján ára titlalausa göngu en gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni var á sama tíma hins vegar alls ekki gott. Tottenham lauk þar leik í 17.sæti og hefur aldrei í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sótt eins fá stig (38) og á síðasta tímabili. Forráðamenn Tottenham segja að þrátt fyrir sigurinn í Evrópudeildinni sé ekki hægt að láta góðu tilfinningarnar tengdum þeim árangri ráða för inn í framtíðina. Sigurinn í Evrópudeildinni sér til þess að Tottenham mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, það sem og aðrir þættir virðast hafa ýtt forráðamönnum félagsins í þá átt að betra væri að fá inn nýjan þjálfara til þess að leiða liðið áfram inn í það tímabil. Akkúrat tvö ár hafa liðið upp á dag síðan að Postecoglou tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham en þar áður hafði hann verið þjálfari skoska liðsins Celtic. Þjálfari Hákonar þykir líklegastur í starfið Nú þegar eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum hjá Tottenham. Þar þykir Daninn Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford vera líklegastur til þess að vera ráðinn inn. Thomas Frank á hliðarlínunniVísir/Getty Undir stjórn Frank tryggði Brentford sér sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og hefur síðan þá fest sig í sessi í deildinni og spilað afar heillandi fótbolta á köflum. Frank hefur stýrt Brentford síðan árið 2018 en þar áður var hann þjálfari Bröndby ásamt því að hafa fyrir það þjálfað yngri landslið Danmerkur. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford. Aðrir þjálfarar sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Tottenham eru Marco Silva þjálfari Fulham og Oliver Glasner þjálfari ensku bikarmeistaranna í Crystal Palace. Fréttin verður uppfærð
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira