Hrottalegu ofbeldi lýst í ákæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi Árni Sæberg skrifar 4. júní 2025 16:06 Mennirnir voru upphaflega leiddir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars. Vísir/Anton Brink Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24
Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41