Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.
Þrír karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 12. mars, en fleiri eru talin eiga hugsanlega aðild að málinu og alls höfðu tíu réttarstöðu sakbornings.
Hjörleifur Haukur Guðmundsson, 65 ára, fannst snemma að morgni þriðjudagsins 11. mars við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann var þungt haldinn og lést skömmu eftir komu á slysadeild Landspítalans.