Segja ásakanir á hendur séra Friðriki tómt rugl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 18:02 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tilheyrir hópi Skógarmanna sem vilja að ný og hlutlæg rannsókn fari fram á máli séra Friðriks Friðrikssonar. Vísir/Steingrímur Dúi/Vilhelm Hópur félagsmanna í KFUM sem krefst þess að fram fari hlutlæg rannsókn á þeim málum sem höfð eru uppi gegn séra Friðriki Friðrikssyni, heldur opinn fund í Friðrikskapellu við Valsvöllinn í Reykjavík í kvöld. Hópurinn krefst þess að séra Friðik, sem lést fyrir sextíu árum, fái sinn málsvara en þeir sem að hópnum standa telja ásakanirnar meira og minna tómt rugl og uppspuna. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur gaf haustið 2023 út bók um séra Friðrik sem bar nafnið Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga, en þar er að finna frásögn manns sem segir að Friðrik hafi leitað á sig og káfað á sér. Jafnframt er sagt frá því að fjölda drengja hafi mislíkað atlot Friðriks. Mikil umræða varð um málið í samfélaginu, en séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnun KFUM og KFUK auk þess sem hann stofnaði íþróttafélagið Val og Hauka. Styttan af Friðriki sem staðið hafði við Lækjartorg áratugum saman var tekin niður nokkrum mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Vilja endurheimta styttuna Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður er meðal þeirra sem hafa krafist þess að fram fari hlutlæg rannsókn um það hvort ásakanir á hendur Friðriki um meint kynferðisbrot eigi við rök að styðjast. Hópurinn stendur fyrir fundi í Friðrikskapellu við Valsvöllinn klukkan átta í kvöld, og Jón segir að fundurinn sé opinn öllum og allir séu velkomnir. „Við sem sættum okkur ekki við óhróðursherferðina gegn séra Friðriki Friðrikssyni og ætlum að rétta hlut hans, höldum [þennan] fund. Skora á alla velunnara Friðriks og þá sem þekktu til hans að mæta,“ segir hann. „Þar ætla menn að ræða þessar ávirðingar sem hafa verið uppi í garð séra Friðriks,“ segir hann. Jón segir að á dagskrá sé einnig að ræða málefni styttunnar, sem Reykjavíkurborg hefur rifið niður af Lækjartorgi og geymir nú í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Jón segir að Reykjavíkurborg hafi eignað sér styttuna, þótt hún eigi ekkert í henni að hans sögn. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara sem gerði styttuna, hafi krafist þess að fá styttuna afhenta frá Reykjavíkurborg. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að hylja andlit séra Friðriks á styttunni eftir að málið kom upp þangað til hún var tekin niður.Vísir/Vilhelm „Ef að Reykjavíkurborg svarar ekki svona kröfu og ætlar að stela styttunni, þá verður að fara í málsókn gegn Reykjavík til að endurheimta styttuna. Hvað getur Reykjavíkurborg verið með einhverja styttu í kjallara sem þeir eiga ekki?“ segir Jón. Krafan verði höfð uppi þangað til KFUM lætur undan Jón segir að stóra málið á fundinum verði krafa hópsins um að fram fari hlutlæg, hlutlaus rannsókn á þeim málum sem höfð eru uppi gegn séra Friðriki af þar til bærum aðilum. „Og við sem þarna erum teljum að þetta sé allt saman tómt rugl og uppspuni. Aldrei þegar þessi maður lifði kom eitthvað upp um að þessi maður hefði farið yfir mörk drengja,“ segir Jón. Í kjölfar viðtals við Jón á vettvangi Spursmála Morgunblaðsins var send fyrirspurn til stjórnenda KFUM og K hvort til stæði að taka mál Friðriks aftur fyrir að nýju. Tómas Torfason framkvæmdastjóri samtakanna sagði í skriflegu svari til Morgunblaðsins að ekki stæði til að opna málið að nýju. Jón segir í samtali við fréttastofu að krafan um að fram fari hlutlæg rannsókn verði höfð uppi þangað til KFUM lætur undan. „Þegar þú ert að berjast um sæmd látins manns, þá kannski vinnur þú ekki sigur á einu, tveimur eða þremur árum. Eins og þegar menn voru að berjast fyrir sæmd Edward Heath, þá tók það rétt um áratug,“ segir Jón. Rannsóknarefnið reyndist rýrt Í kjölfar ásakananna sem litu dagsins ljós haustið 2023 skipaði KFUM nefnd sem átti að fara ofan í saumana á málinu, og skrifa um það þar til gerða skýrslu. Þau sem fengin voru til að rita skýrsluna voru presturinn Bjarni Karlsson og sálfræðingurinn Sigrún Júlíusdóttir. Samtökin auglýstu eftir sögum af óæskilegri framkomu Friðriks. Í desember birtist svo heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem KFUM og K báðu meinta þolendur Friðriks afsökunar. Afsökunarbeiðnin sem gefin var út í kjölfar skýrslunnar.Skjáskot Í auglýsingunni segir að fram hefðu komið vitnisburðir sem hafnir væru yfir skynsamlegan vafa um að séra Friðrik hafi farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. Skýrsla Sigrúnar og séra Bjarna hefur ekki verið birt opinberlega, en Morgunblaðið hefur hana undir höndum og sagði frá innihaldi hennar í umfjöllun um málið. Í henni er að finna eina frásögn manns sem segir að Friðrik hafi þuklað eistu sín innanklæða þegar hann var tíu eða ellefu ára undir þeim formerkjum að kanna hvort hann yrði góður knattspyrnumaður. Í skýrslunni er ekki að finna fleiri lýsingar frá fyrstu hendi, þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir meintum fórnarlömbum Friðriks. Séra Bjarni og Sigrún óskuðu eftir því við Guðmund Magnússon höfund bókarinnar að fá samband við heimildarmann hans sem lýsir meintum brotum Friðriks í bók Guðmundar. Heimildarmaður Guðmundar hafði ekki samband við Bjarna og Sigrúnu. Að öðru leyti er að finna í skýrslunni frásögn dóttur eins manns sem sagði farir sínar ekki sléttar og eins frá ónefndum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem hafði sömuleiðis fengið í hendur frásögn uppkominna barna látins manns sem hafði orðið fyrir „markaleysi“ af hálfu Friðriks. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir: „Ljóst er að rannsóknarefnið sem við fengum í hendur í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun og auglýsingu í Morgunblaðinu og varðar meint brot séra Friðriks gagnvart ungum drengjum er rýrt.“ Niðurstöðurnar eru eftir sem áður skýrar hjá skýrsluhöfundunum: „Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega,“ eins og segir í afsökunarbeiðninni. Jón Magnússon kveðst vona að baráttan fyrir sæmd séra Friðriks verði sem styst, sérstaklega í ljósi þess að sextíu ár eru liðin frá andláti hans, og flestir núlifandi menn sem til hans þekktu séu milli sjötugs og níræðs. Hann ítrekar að fundurinn í kvöld sé öllum opinn. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 28. nóvember 2023 09:04 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur gaf haustið 2023 út bók um séra Friðrik sem bar nafnið Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga, en þar er að finna frásögn manns sem segir að Friðrik hafi leitað á sig og káfað á sér. Jafnframt er sagt frá því að fjölda drengja hafi mislíkað atlot Friðriks. Mikil umræða varð um málið í samfélaginu, en séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnun KFUM og KFUK auk þess sem hann stofnaði íþróttafélagið Val og Hauka. Styttan af Friðriki sem staðið hafði við Lækjartorg áratugum saman var tekin niður nokkrum mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Vilja endurheimta styttuna Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður er meðal þeirra sem hafa krafist þess að fram fari hlutlæg rannsókn um það hvort ásakanir á hendur Friðriki um meint kynferðisbrot eigi við rök að styðjast. Hópurinn stendur fyrir fundi í Friðrikskapellu við Valsvöllinn klukkan átta í kvöld, og Jón segir að fundurinn sé opinn öllum og allir séu velkomnir. „Við sem sættum okkur ekki við óhróðursherferðina gegn séra Friðriki Friðrikssyni og ætlum að rétta hlut hans, höldum [þennan] fund. Skora á alla velunnara Friðriks og þá sem þekktu til hans að mæta,“ segir hann. „Þar ætla menn að ræða þessar ávirðingar sem hafa verið uppi í garð séra Friðriks,“ segir hann. Jón segir að á dagskrá sé einnig að ræða málefni styttunnar, sem Reykjavíkurborg hefur rifið niður af Lækjartorgi og geymir nú í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Jón segir að Reykjavíkurborg hafi eignað sér styttuna, þótt hún eigi ekkert í henni að hans sögn. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara sem gerði styttuna, hafi krafist þess að fá styttuna afhenta frá Reykjavíkurborg. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að hylja andlit séra Friðriks á styttunni eftir að málið kom upp þangað til hún var tekin niður.Vísir/Vilhelm „Ef að Reykjavíkurborg svarar ekki svona kröfu og ætlar að stela styttunni, þá verður að fara í málsókn gegn Reykjavík til að endurheimta styttuna. Hvað getur Reykjavíkurborg verið með einhverja styttu í kjallara sem þeir eiga ekki?“ segir Jón. Krafan verði höfð uppi þangað til KFUM lætur undan Jón segir að stóra málið á fundinum verði krafa hópsins um að fram fari hlutlæg, hlutlaus rannsókn á þeim málum sem höfð eru uppi gegn séra Friðriki af þar til bærum aðilum. „Og við sem þarna erum teljum að þetta sé allt saman tómt rugl og uppspuni. Aldrei þegar þessi maður lifði kom eitthvað upp um að þessi maður hefði farið yfir mörk drengja,“ segir Jón. Í kjölfar viðtals við Jón á vettvangi Spursmála Morgunblaðsins var send fyrirspurn til stjórnenda KFUM og K hvort til stæði að taka mál Friðriks aftur fyrir að nýju. Tómas Torfason framkvæmdastjóri samtakanna sagði í skriflegu svari til Morgunblaðsins að ekki stæði til að opna málið að nýju. Jón segir í samtali við fréttastofu að krafan um að fram fari hlutlæg rannsókn verði höfð uppi þangað til KFUM lætur undan. „Þegar þú ert að berjast um sæmd látins manns, þá kannski vinnur þú ekki sigur á einu, tveimur eða þremur árum. Eins og þegar menn voru að berjast fyrir sæmd Edward Heath, þá tók það rétt um áratug,“ segir Jón. Rannsóknarefnið reyndist rýrt Í kjölfar ásakananna sem litu dagsins ljós haustið 2023 skipaði KFUM nefnd sem átti að fara ofan í saumana á málinu, og skrifa um það þar til gerða skýrslu. Þau sem fengin voru til að rita skýrsluna voru presturinn Bjarni Karlsson og sálfræðingurinn Sigrún Júlíusdóttir. Samtökin auglýstu eftir sögum af óæskilegri framkomu Friðriks. Í desember birtist svo heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem KFUM og K báðu meinta þolendur Friðriks afsökunar. Afsökunarbeiðnin sem gefin var út í kjölfar skýrslunnar.Skjáskot Í auglýsingunni segir að fram hefðu komið vitnisburðir sem hafnir væru yfir skynsamlegan vafa um að séra Friðrik hafi farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. Skýrsla Sigrúnar og séra Bjarna hefur ekki verið birt opinberlega, en Morgunblaðið hefur hana undir höndum og sagði frá innihaldi hennar í umfjöllun um málið. Í henni er að finna eina frásögn manns sem segir að Friðrik hafi þuklað eistu sín innanklæða þegar hann var tíu eða ellefu ára undir þeim formerkjum að kanna hvort hann yrði góður knattspyrnumaður. Í skýrslunni er ekki að finna fleiri lýsingar frá fyrstu hendi, þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir meintum fórnarlömbum Friðriks. Séra Bjarni og Sigrún óskuðu eftir því við Guðmund Magnússon höfund bókarinnar að fá samband við heimildarmann hans sem lýsir meintum brotum Friðriks í bók Guðmundar. Heimildarmaður Guðmundar hafði ekki samband við Bjarna og Sigrúnu. Að öðru leyti er að finna í skýrslunni frásögn dóttur eins manns sem sagði farir sínar ekki sléttar og eins frá ónefndum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem hafði sömuleiðis fengið í hendur frásögn uppkominna barna látins manns sem hafði orðið fyrir „markaleysi“ af hálfu Friðriks. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir: „Ljóst er að rannsóknarefnið sem við fengum í hendur í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun og auglýsingu í Morgunblaðinu og varðar meint brot séra Friðriks gagnvart ungum drengjum er rýrt.“ Niðurstöðurnar eru eftir sem áður skýrar hjá skýrsluhöfundunum: „Í gegnum þennan farveg hafa nú komið fram vitnisburðir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hafi í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega,“ eins og segir í afsökunarbeiðninni. Jón Magnússon kveðst vona að baráttan fyrir sæmd séra Friðriks verði sem styst, sérstaklega í ljósi þess að sextíu ár eru liðin frá andláti hans, og flestir núlifandi menn sem til hans þekktu séu milli sjötugs og níræðs. Hann ítrekar að fundurinn í kvöld sé öllum opinn.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 28. nóvember 2023 09:04 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 28. nóvember 2023 09:04
Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53