Séra Friðrik felldur af stalli sínum Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2024 12:07 Vinnuvélar hafa verið nýttar við verkið í Lækjargötu í morgun. Hér er öflugur höggbor að mölva stallinn niður. Vísir/Sigurjón Starfsmenn borgarinnar eru í þessum skrifuðu orðum að fella séra Friðrik Friðriksson af stalli sínum. Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04
Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45
Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44