Séra Friðrik felldur af stalli sínum Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2024 12:07 Vinnuvélar hafa verið nýttar við verkið í Lækjargötu í morgun. Hér er öflugur höggbor að mölva stallinn niður. Vísir/Sigurjón Starfsmenn borgarinnar eru í þessum skrifuðu orðum að fella séra Friðrik Friðriksson af stalli sínum. Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um styttuna, sem hefur verið á besta stað við Lækjargötu, eftir að Guðmundur Magnússon sagnfræðingur upplýsti í nýlegri bók um Friðrik að hann hafi leitað á unga drengi. Séra Friðrik var æskulýðsfrömuður mikill og kom meðal annars að stofnum KFUM og KFUK á sínum tíma auk þess sem hann var stofnandi Vals. Síra Friðrik tekinn af stalli sínum, hann tjóðraður og komið úr almannarýminu. Reykjavík Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar þá borgarstjóra um að styttan yrði tekin niður og henni fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Í tillögu Dags kemur fram að leitað hafi verið umsagnar hjá KFUM og KFUK og Listasafni Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna og sú varð niðurstaðan. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Fyrir liggur að Gabríella Friðriksdóttir hefur verið fengin til að vinna styttu af tónlistarkonunni Björk og mun hún líklega taka sér stöðu þar sem séra Friðrik var áður.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04 Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45 Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20. desember 2023 11:04
Stjórn KFUM og KFUK biðst afsökunar vegna glæpa séra Friðriks Vitnisburðir liggja fyrir, hafnir yfir skynsamlegan vafa, um að séra Friðrik Friðriksson, stofandi KFUM og KFUK, hafi áreitt pilta kynferðislega og farið yfir mörk þeirra. 20. desember 2023 08:45
Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. 11. janúar 2024 15:44