Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 21:53 Guðmundur segir að honum hafi þótt margt við skrif bókarinnar óþægilegt. RÚV Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ Sjá meira