Víðir um mál Oscars: „Réttur okkar þingmanna að hafa skoðun“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2025 12:20 Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. vísir/Anton Brink Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að hafa samband við Útlendingastofnun og láta vita af því að hinn sautján ára gamli Oscar fengi líklega ríkisborgararétt. Brottflutningur sem átti að fara fram í dag hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir. Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
„Ég sendi tölvupóst á forstjóra Útlendingastofnunar þar sem ég upplýsti um það að í málsmeðferð undirnefndar sem fjallar um veitingu ríkisborgararéttar hafi komið fram að yfirgnæfandi líkur séu á að viðkomandi fái ríkisborgararétt í meðferð Alþingis á næstu vikum,“ segir Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt og þeirra á meðal er umsókn hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja hann úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupóstsins frá Víði. „Mér fannst þetta bara eðlilegt í ljósi stöðunnar. Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ segir Víðir. „Við erum að standa frammi fyrir mikilli vinnu og kostnaði við að flytja úr landi einstakling sem ætti þá rétt á að koma aftur til landsins eftir skamman tíma ef málið fengi þá afgreiðslu í þinginu sem vænta má.“ Þú telur sem sagt allar líkur á því að hann fái ríkisborgararétt? „Já, ég geri það“ Sakaður um pólitísk afskipti Víðir á ekki sjálfur sæti í undirnefndinni sem fer yfir umsóknirnar, en hún heyrir þó undir allsherjar- og menntamálanefnd. Fyrrnefndir fyrirvarar felast í því að undirnefndin, og svo allsherjar og mentnamálanefnd eiga eftir að afgreiða málið frá sér og leggja fyrir þingið. Víðir segir að frumvarpið verði tilbúið á næstu tveimur vikum eða svo. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar og menntamálanefnd, bókaði athugasemdir við málsmeðferðina á nefndarfundi í morgun og sakaði Víði um pólitísk afskipti af ferlinu. Víðir játar því að vinnubrögðin séu eflaust ekki hefðbundin. „Þetta er bara það sem ég tók ákvörðun um að gera án þess að hafa verið beittur einhverjum þrýstingi eða fengið beiðni um það,“ segir Víðir. Þrátt fyrir að mál Oscars hafi vakið mikla athygli og að efnt hafi verið til mótmæla hafa ráðherrar lítið tjáð sig um hans stöðu og hefur dómsmálaráðherra vísað til þess að hún hafi ekki afskipti af einstaka málum. Er alveg sátt um að það sé verið að beita sér með þessum hætti? „Ég hef ekkert rætt þetta við dómsmálaráðherra né aðra ráðherra og veit ekki hvaða skoðun menn hafa á því. Það er bara réttur okkar þingmanna að hafa skoðun og við eigum að fylgja eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá,“ segir Víðir. Hann segir mál Oscars hafa snert við sér líkt og fleirum. „Ég held að þetta hafi snert við öllum. Ég held að þessi mál geri það alltaf. Allir sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd, auðvitað snerta þær sögur okkur öll og við vildum örugglega mörg gera meira á meðan aðrir vilja gera minna,“ segir Víðir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira