Brottvísun Oscars frestað Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa 2. júní 2025 14:21 Oscar ásamt Sonju fósturmóður sinni. Aðsend Brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til hefur staðið að senda úr landi, verður frestað þar til búið er að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars og fósturforeldra hans Svavars Jóhannssonar og Sonju Magnúsdóttur staðfestir frestunina í samtali við fréttastofu. Dómsmálaráðherra kom ekki að ákvörðuninni að sögn aðstoðarmanns hennar, Jakobs Birgissonar. Yfirgnæfandi líkur á að hann fái ríkisborgararétt Útlendingastofnun skrifar í svari við fyrirspurn fréttastofu að hún hafi frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá Víði Reynissyni, formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um að „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt. Enn fremur segir stofnunin að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi hún talið að vegna þessara sérstöku aðstæðna væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunar um að honum bæri að yfirgefa land. „Það fóru ný gögn á föstudaginn til [Útlendingastofnunar.] Ég veit ekki nákvæmlega hver það er sem tekur ákvörðunina um að aðstæður hans séu þannig að hann fái að njóta vafans umfram aðra umsækjendur, en hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Óendanlega glöð Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað en til stóð að hann yrði fluttur til Kólumbíu í fyrramálið. Fjölskyldan segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún sé þakklát þeim sem hafi stutt sig í baráttunni. „Enn og aftur þakka ykkur öllum sem hafa stutt okkur og sent okkur hlýjar kveðjur undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið ómetanlegt og án ykkar hefði þessi frestun sennilega ekki fengist. Við leyfum ykkur öllum að sjálfsögðu að fylgjast náið með framvindunni en við erum auðvitað meðvituð um að við erum ekki komin í höfn og staða Oscars er ekki örugg fyrr en hann fær leyfi til að vera hér hjá okkur fjölskyldunni til frambúðar,” segir fjölskyldan í færslu á samfélagsmiðlum. Hafði hafnað efnislegri meðferð Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Hælisleitendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira