Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 10:30 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AP/Andy Buchanan Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga. Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Bretland Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Yfirvöld Í Bretlandi munu í dag gefa út skýrslu um ástand varnarmála í landinu en þar mun koma fram að auka þurfi getu herafla ríkisins til að sporna gegn ógnum sem það stendur frammi fyrir. Starmer segist vilja sameina þjóðina um uppbygginguna og segi hvern borgara hafa hlutverki að gegna. Lögð verður fram áætlun um að reisa að minnsta kosti sex hergagnaverksmiðjur, framleiða allavega sjö þúsund langdrægar eldflaugar, auka nýsköpun og bæta samskiptabúnað, samkvæmt frétt Reuters. Í ræðu sem Starmer hélt í dag nefni hann Rússland sem eina helstu ógnina sem Bretar standa frammi fyrir. Vísaði hann til mikilla breytinga í hernaði sem hafa fylgt innrás Rússa í Úkraínu, fjölgun tölvuárása og annarra ógna. Hann sagði bestu leiðina til að koma í veg fyrir átök í framtíðinni vera aukna hernaðargetu. Eitt helsta markmið Breta verður að fjölga hraðskreiðum kjarnorkuknúnum árásarkafbátum svokölluðum. Starmer hét því að smíðaðir yrðu tólf nýir slíkir og nýr bátur yrðu smíðaður á átján mánaða fresti. Forsætisráðherrann sagði að herinn ætti að vera orðinn tíu sinnum öflugri árið 2035 og hét hann mikilli uppbyggingu og fjölgun starfa vegna þessarar auknu áherslu á varnarmál. Hann sagði að hver einasti borgari hefði hlutverki að gegna í þessu ferli og að vinnan myndi sameina þjóðina. 'The strategic defence review will bring that unity of purpose to the whole of the United Kingdom.'Prime Minister Sir Keir Starmer sets out the UK plan for defence in Glasgow adding "nothing works unless we all work together."https://t.co/BnS36IGbCx📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/XpFYjsBKXa— Sky News (@SkyNews) June 2, 2025 Vill ekki tímaramma Starmer hefur sagt að auka eigi fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Hann neitar þó að leggja línurnar að því hvenær þessum áfanga á að ná. Eftir að hann lauk ræðu sinni svaraði Starmer spurningum blaðamanna og var hann þá spurður um fjármögnun fyrir þessa uppbyggingu og það hvort hægt yrði að fjármagna hana. Starmer sagðist lofa því. Hann væri alfarið sannfærður um að það myndi nást. Starmer vildi ekki útiloka frekari niðurskurð í þróunaraðstoð. Hernaðaruppbygging víða Stefnt er að umfangsmikilli hernaðaruppbyggingu víða um Evrópu á komandi árum. Þegar hafa borist fregnir af skorti á starfsfólki í hergagnaverksmiðjum heimsálfunnar og stendur til að auka framleiðsluna til muna í framtíðinni. Áætlað er að væntanleg hernaðaruppbygging í Evrópu muni leiða til sköpunar hundruð þúsunda starfa á næsta áratug. Sjá einnig: Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Sjá einnig: Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar.
Bretland Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira