Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 08:39 Hjálparsamtökum hefur ekki verið leyft að fara með nægilegt magn hjálpargagna inn á Gasa. Varað er við hungursneyð. Myndin er tekin 30. maí í Khan Yunis. Vísir/Getty Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent