Trent með á HM og Liverpool fær væna summu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 10:22 Trent Alexander-Arnold kvaddi Liverpool sem Englandsmeistari. Getty/Liverpool FC Real Madrid tilkynnti í dag að náðst hefði samkomulag við Liverpool svo að félagið fengi Trent Alexander-Arnold strax til sín, í tæka tíð fyrir HM félagsliða í júní. Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira