Trent með á HM og Liverpool fær væna summu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 10:22 Trent Alexander-Arnold kvaddi Liverpool sem Englandsmeistari. Getty/Liverpool FC Real Madrid tilkynnti í dag að náðst hefði samkomulag við Liverpool svo að félagið fengi Trent Alexander-Arnold strax til sín, í tæka tíð fyrir HM félagsliða í júní. Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira
Alexander-Arnold skrifaði undir samning við Real sem gildir til næstu sex ára. Hann hefði getað farið frítt til Real síðar í sumar en þar sem að spænska félagið vildi fá hann fyrir HM þurfti að komast að samkomulagi við Liverpool um kaupverð. Samkvæmt enskum miðlum fær Liverpool 10 milljónir evra í vasann, eða um það bil 1,44 milljarða króna, auk þess sem Real tekur strax við því að greiða laun hans. 🚨 BREAKING: Real Madrid reach agreement with Liverpool to sign Trent Alexander-Arnold in time for Club World Cup. #RMFC to pay €10m (guaranteed + 1 payment - up from original indication of £850,000. #LFC also save wages & bonuses. 6yr deal @TheAthleticFC https://t.co/2loc692qIJ— David Ornstein (@David_Ornstein) May 30, 2025 Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að klásúla sé í samningi Real við Alexander-Arnold sem geri hann falan fyrir ákveðna upphæð, en að sú upphæð sé heill milljarður evra eða 144 milljarðar króna. Another Englishman in Madrid 👋#BBCFootball pic.twitter.com/MypX0ol8x2— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2025 Liverpool hefur þegar fundið arftaka þessa 26 ára gamla Englendings því félagið festi kaup á Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen og er talið að Liverpool greiði um 35 milljónir evra fyrir þennan fjölhæfa bakvörð. Alexander-Arnold var í tuttugu ár hjá Livrpool og sagði þegar tilkynnt var að hann færi frá félaginu í sumar, að um væri að ræða erfiðustu ákvörðun ævinnar. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ sagði Trent í kveðju til stuðningsmanna Liverpool og bætti við: „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Hann kveður Liverpool sem Englandsmeistari, í annað sinn á ferlinum, og hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann hefur einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23.
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Sjá meira