Ný forysta stefni í ranga átt Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Sanna Magdalena Mörtudóttir er hætt í innra starfi Sósíalistaflokksins. Vísir/Bjarni Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hiti hefur verið í flokksmönnum Sósíalistaflokksins síðustu vikur og má segja að soðið hafi upp úr á aðalfundi á laugardag. Þar átti ákveðin hallarbylting sér stað og skipt um forystufólk. Fjórfalt fleiri mættu á fundinn en á síðasta aðalfund og fengu einhverjir fundargestir sendar leiðbeiningar um hvernig þeir skyldu greiða atkvæði á fundinum. Formanni framkvæmdastjórnar var steypt af stóli og þeir sem sendu út atkvæðagreiðsluleiðbeiningarnar sakaðir um smölun á fundinn. Þeir hafa vísað þeim ásökunum á bug og sagt ferska vinda nú blása um flokkinn. Þessi átök enda þó með því að Sanna Magdalena Mörtudóttir, vinsælasti borgarfulltrúinn og pólitískur leiðtogi flokksins, hefur ákveðið að hætta í öllu innra starfi flokksins. „Ég upplifði ýmislegt með þeim hætti að verið væri að leggja meiri áherslu á persónulega sigra einstaka félaga en að hugsa um hagsmuni heildarinnar,“ segir Sanna. Fleira við vinnubrögð þeirra sem tóku við stjórn flokksins væri sérstakt. „Og samkvæmt minni upplifun settu þeir sig á móti eðlilegustu hlutum og gera ýmislegt tortryggilegt. Það er ýmislegt sem maður setur spurningarmerki við eftir þennan dag,“ segir Sanna. Sanna mun áfram leiða flokkinn í borgarstjórn, en flokkurinn þarf að velja sér nýjan pólitískan leiðtoga. Útilokarðu að ganga til liðs við annan flokk? „Það er enginn annar flokkur sem ég gæti hugsað mér að starfa fyrir. Ég er sósíalisti,“ segir Sanna. En sýnist þér þessi nýja forysta stefna með flokkinn í ranga átt? „Miðað við það sem ég hef séð, þá segi ég já,“ segir Sanna.
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17 Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24. maí 2025 18:17
Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. maí 2025 08:55